Þungunarrof til umræðu á Þingvöllum

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi …
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Páll Magnússon, þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, stýra þættinum Þingvellir.

Þjóðmálaþátt­ur­inn Þing­vell­ir er á sín­um stað á K100 í dag á milli klukk­an 10:00 og 11:00. Um­fjöll­un­ar­efnið að þessu sinni er frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra um þung­un­ar­rof en heitar umræður hafa verið um frumvarpið á Alþingi í vikunni. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið mun ekki fara fram fyrr en í næstu viku, að þriðju umræðu lok­inni

Gest­ir þátt­ar­ins eru Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir og Herdís Þorgeirsdóttir, lögmaður. Stjórnandi þáttarins er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hér má hlusta á þáttinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert