Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

Eva Joly er lögfræðingur í Frakklandi.
Eva Joly er lögfræðingur í Frakklandi. mbl.is/Árni Sæberg

Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra einstaklinga sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Samkvæmt frétt norska blaðsins Klassekampen í dag hófust réttarhöldin 9. maí í París og er áætlað að þau standi í þrjár vikur. Þar kemur fram að fólkið, alls um 100 manns, sem allt voru viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg, telji að það hafi verið blekkt til þess að taka áhættusöm lán með veði í heimilum þeirra og orlofshúsum. Að stjórnendur bankans hafi vitað af áhættunni en ekki upplýst viðskiptavinina. 

Eva Joly rekur ásamt dóttur sinni, Caroline, lögmannsstofu í Frakklandi og þær eru lögmenn rúmlega 40 þeirra sem taka þátt í málssókninni gegn Landsbankanum. Er áætlað að réttarhöldin standi til 31. maí. 

Lánin áttu að greiða sig upp sjálf

Joly segir í samtali við  blaðamann Klassekampen að Landsbankinn hafi átt í verulegum erfiðleikum á þessum tíma og hafi verið í örvæntingarfullri leit að fjármagni. Landsbankinn í Lúxemborg ráðlagði lántakendum að taka há lán eða álíka og virði eigna þeirra þannig að fasteignir í þeirra væru veðsett upp í rjáfur. Síðan fékk fólkið 25% af láninu greitt út en Landsbankinn fjárfesti það sem eftir stóð í verðbréfum. Þetta átti að skila lántakendum góðri ávöxtun og þeim tjáð að með þessu myndi lánið greiða sig upp. Eva Joly segir í viðtali við Klassekampen að með þessu hafi Landsbankinn náð yfirráðum yfir fasteignum fólksins og greiddi fyrir það aðeins fjórðung af markaðsvirði þeirra. 

Blaðamaður Klassekampen ræðir einnig við einn þeirra sem Joly er að aðstoða, François Vigier, sem er 75 ára gamall. Áður en hann fór á eftirlaun átti hann lítið fyrirtæki sem seldi plastvörur. Í dag er hann talsmaður lántakendanna sem höfðuðu málið á sínum tíma. Stjórnendur Landsbankans voru sýknaðir í málinu árið 2017 en því var áfrýjað.

Sagt að þau hefðu engu að tapa

Vigier segir að hann og kona hans hafi í raun ekki verið sérstaklega að leita eftir fé að láni. Vinur hans hafði hins vegar talað vel um þessi lán Landsbankans og Vigier hafi látið sannfærast. Hann segir í dag að lánið hafi verið gildra og árin eftir gjaldþrot bankans hafi verið stöðug martröð.

„Okkur var sagt að við hefðum engu að tapa,“ segir Vigier sem árið 2006 tók 350 þúsund evrur að láni hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann endaði með lán upp á 1,7 milljónir evra, 234 milljónir króna. 

Samkvæmt frétt Klassekampen á Vigier að hafa verið orðinn tortrygginn í garð bankans. Skömmu áður en Landsbankinn fór í þrot árið 2008 fjárfesti bankinn fyrir hönd Vigier eignir hans í skuldabréfum bankans og ef hópurinn tapar málinu eiga þau hjónin á hættu að missa íbúð sína í París og eins íbúð fjölskyldunnar á Spáni sem hefur verið í þeirra eigu í margar kynslóðir. En Vigier telur að staða þeirra sé mun betri en margra annarra sem höfðuðu málið gegn Landsbankanum.

Eltu eftirlaunaþega uppi

Einn þeirra segir að starfsmenn bankans hafi elt uppi eftirlaunaþega sem höfðu kannski lítið fé á milli handanna en áttu fasteign. Mjög hafi verið herjað á þá sem bjuggu á frönsku Ríveríunni og ráðgjafar á vegum Landsbankans hafi sætt lagi þegar fólk var að sinna garðyrkju við hús sín á sunnudögum. Þeir sögðu við fólk „en hvað þú átt fallegt heimili. Synd að nýta það ekki betur,“ segir Joly. 

Að sögn Evu Joly er ljóst að bankinn hafi þegar verið kominn í vandræði árið 2006 og í einhverjum tilvikum voru lánin veitt aðeins nokkrum vikum áður en bankinn varð gjaldþrota.

Greinin í heild en blaðið er læst fyrir aðra en áskrifendur

 

mbl.is

Innlent »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...