Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

Eva Joly er lögfræðingur í Frakklandi.
Eva Joly er lögfræðingur í Frakklandi. mbl.is/Árni Sæberg

Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra einstaklinga sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Samkvæmt frétt norska blaðsins Klassekampen í dag hófust réttarhöldin 9. maí í París og er áætlað að þau standi í þrjár vikur. Þar kemur fram að fólkið, alls um 100 manns, sem allt voru viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg, telji að það hafi verið blekkt til þess að taka áhættusöm lán með veði í heimilum þeirra og orlofshúsum. Að stjórnendur bankans hafi vitað af áhættunni en ekki upplýst viðskiptavinina. 

Eva Joly rekur ásamt dóttur sinni, Caroline, lögmannsstofu í Frakklandi og þær eru lögmenn rúmlega 40 þeirra sem taka þátt í málssókninni gegn Landsbankanum. Er áætlað að réttarhöldin standi til 31. maí. 

Lánin áttu að greiða sig upp sjálf

Joly segir í samtali við  blaðamann Klassekampen að Landsbankinn hafi átt í verulegum erfiðleikum á þessum tíma og hafi verið í örvæntingarfullri leit að fjármagni. Landsbankinn í Lúxemborg ráðlagði lántakendum að taka há lán eða álíka og virði eigna þeirra þannig að fasteignir í þeirra væru veðsett upp í rjáfur. Síðan fékk fólkið 25% af láninu greitt út en Landsbankinn fjárfesti það sem eftir stóð í verðbréfum. Þetta átti að skila lántakendum góðri ávöxtun og þeim tjáð að með þessu myndi lánið greiða sig upp. Eva Joly segir í viðtali við Klassekampen að með þessu hafi Landsbankinn náð yfirráðum yfir fasteignum fólksins og greiddi fyrir það aðeins fjórðung af markaðsvirði þeirra. 

Blaðamaður Klassekampen ræðir einnig við einn þeirra sem Joly er að aðstoða, François Vigier, sem er 75 ára gamall. Áður en hann fór á eftirlaun átti hann lítið fyrirtæki sem seldi plastvörur. Í dag er hann talsmaður lántakendanna sem höfðuðu málið á sínum tíma. Stjórnendur Landsbankans voru sýknaðir í málinu árið 2017 en því var áfrýjað.

Sagt að þau hefðu engu að tapa

Vigier segir að hann og kona hans hafi í raun ekki verið sérstaklega að leita eftir fé að láni. Vinur hans hafði hins vegar talað vel um þessi lán Landsbankans og Vigier hafi látið sannfærast. Hann segir í dag að lánið hafi verið gildra og árin eftir gjaldþrot bankans hafi verið stöðug martröð.

„Okkur var sagt að við hefðum engu að tapa,“ segir Vigier sem árið 2006 tók 350 þúsund evrur að láni hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann endaði með lán upp á 1,7 milljónir evra, 234 milljónir króna. 

Samkvæmt frétt Klassekampen á Vigier að hafa verið orðinn tortrygginn í garð bankans. Skömmu áður en Landsbankinn fór í þrot árið 2008 fjárfesti bankinn fyrir hönd Vigier eignir hans í skuldabréfum bankans og ef hópurinn tapar málinu eiga þau hjónin á hættu að missa íbúð sína í París og eins íbúð fjölskyldunnar á Spáni sem hefur verið í þeirra eigu í margar kynslóðir. En Vigier telur að staða þeirra sé mun betri en margra annarra sem höfðuðu málið gegn Landsbankanum.

Eltu eftirlaunaþega uppi

Einn þeirra segir að starfsmenn bankans hafi elt uppi eftirlaunaþega sem höfðu kannski lítið fé á milli handanna en áttu fasteign. Mjög hafi verið herjað á þá sem bjuggu á frönsku Ríveríunni og ráðgjafar á vegum Landsbankans hafi sætt lagi þegar fólk var að sinna garðyrkju við hús sín á sunnudögum. Þeir sögðu við fólk „en hvað þú átt fallegt heimili. Synd að nýta það ekki betur,“ segir Joly. 

Að sögn Evu Joly er ljóst að bankinn hafi þegar verið kominn í vandræði árið 2006 og í einhverjum tilvikum voru lánin veitt aðeins nokkrum vikum áður en bankinn varð gjaldþrota.

Greinin í heild en blaðið er læst fyrir aðra en áskrifendur

 

mbl.is

Innlent »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...