Pabbinn í vímu með börnin í bílnum

Ljósmynd/Lögreglan

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar.

Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæðar niðurstöður um neyslu ökumannsins á fíkniefnum og var viðkomandi því handtekinn. Aðstandendum barnanna svo og barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart um málið.

Auk þessa hefur lögregla tekið fáeina ökumenn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaneyslu á undanförnum dögum. Þá hafa nær tuttugu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

mbl.is