Próflausir og dópaðir í umferðinni

mbl.is/​Hari

Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og gærkvöldi sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Enginn þeirra er með bílpróf þar sem tveir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og einn hafði aldrei hlotið ökuréttindi. Sá fjórði var síðan stöðvaður eftir miðnætti. 

Klukkan 17:46 var bifreið stöðvuð í hverfi 105 (austurbær) en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Klukkan 18:23 var bifreið stöðvuð í hverfi 109 (Breiðholt)  en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá reyndist ökumaður aldrei hafa öðlast ökuréttindi.

Klukkan 23:27 var bifreið stöðvuð í hverfi 101 (miðbær) en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta.

Klukkan 01:40 var bifreið stöðvuð í hverfi 111 (Breiðholt) en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Í gærkvöldi var einnig tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um innbrot í bifreið í hverfi 101 en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hverju var stolið.

mbl.is