Talaði líka um „candidate country“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bréf, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í lok mars 2015 til þess að árétta stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið, fól ekki í sér að umsóknin væri dregin til baka.

Bréfinu, sem mbl.is hefur undir höndum og var fengið frá forsætisráðuneytinu, var að sögn Sigmundar Davíðs ætlað að árétta þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fram kom í öðru bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu 12. mars 2015, að íslensk stjórnvöld hefði engin áform um að halda áfram viðræðum um inngöngu Íslands í sambandið og fyrir vikið bæri ekki að líta á landið sem umsóknarríki.

Hér má sjá hvernig fyrsti hluti umsóknarferlisins að Evrópusambandinu gengur ...
Hér má sjá hvernig fyrsti hluti umsóknarferlisins að Evrópusambandinu gengur fyrir sig þar sem umsókarríki verður fyrst „applicant country“ og síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt af ráðherraráði sambandsins. Bæði hugtökin hafa verið þýdd sem umsóknarríki hér á landi en Evrópusambandið gerir hins vegar skýran greinarmun á þeim í ferlinu. Íslensk stjórnvöld lýstu hins vegar einungis yfir við sambandið að Ísland væri ekki lengur „candidate country“.

Fram kemur að sama skapi í bréf Sigmundar Davíðs til Junckers að tilgangur þess sé að árétta það sem fram hafi komið í fyrra bréfi Gunnars Braga. Sigmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í byrjun vikunnar að bréf hans hefði verið ritað þar sem gefið hefði verið í skyn að umsóknin væri að einhverju leyti enn virk. Talsmenn Evrópusambandsins höfðu þá lýst því yfir að umsókn Íslands hefði ekki verið formlega dregin til baka.

Líkt og fjallað var um í ítarlegri umfjöllum á mbl.is um helgina um stöðu umsóknarinnar kom fram í bréfi Gunnars Braga að stjórnvöld litu ekki svo á að Ísland væri „candidate country“ sem var þýtt sem umsóknarríki í þýðingu utanríkisráðuneytisins á bréfinu. Sama enska hugtak er notað í umræddu bréfi Sigmundar Davíðs til Junckers.

Ferli Evrópusambandsins þegar ný ríki ganga í sambandið felur í sér að umsóknarríkið (e. applicant country) sendi umsókn sína til ráðherraráðs þess sem. Ráðherraráðið tekur síðan ákvörðun um það byggt á frumathugun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á umsóknarríkinu hvort skilgreina eigi á umsækjandann (e. applicant) sem „candidate country“ sem einnig hefur verið þýtt umsóknarríki hér á landi sem fyrr segir. Hins vegar gerir sambandið skýran greinarmun á þessum tveimur hugtökum í ferlinu. Umsóknarríki verður þannig fyrst „applicant country“ og síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Samkvæmt því færðist Íslands aðeins til baka á fyrsta stig ferlisins. Samanber skýringarmyndin hér að ofan sem tekin er upp úr upplýsingabæklingi sambandsins um umsóknarferlið.

Frá því að bréf Sigmundar Davíðs var sent til Junckers og hann fundaði bæði með Juncker og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur ítrekað komið fram í efni frá sambandinu að umsókn Íslands hafi ekki verið dregin formlega til baka. Þá segir í skýrslu utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn, sem kom út í apríl á síðasta ári, að bréf Gunnars Braga hefði aðeins falið í sér að gert hafi verið hlé á umsóknarferlinu.

mbl.is

Innlent »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...