Walker laus úr fangelsi

Nara Walker kvödd þegar hún hóf afplánun í fangelsinu á …
Nara Walker kvödd þegar hún hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut 18 mánaða dóm hér á landi fyrir að bíta hluta úr tungu eiginmanns síns, er nú laus úr fangelsi.

Ástralska ABC-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu á vef sínum, en Walker hafði setið í fangelsi í þrjá mánuði er hún var látin laus. 15 mánuðir dómsins eru hins vegar skilorðsbundnir.

ABC hefur eftir Walker að hún ætli að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi á Íslandi.

Þá hafi lögfræðingar hennar einnig hug á að fara með mál hennar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Segja þeir brotið hafa verið gegn rétti Walker til að upplifa öryggi á eigin heimili, en hún segist hafa verið að verja sig gegn ofbeldisfullum eiginmanni með tungubitinu. Þá segja lögfræðingarnir einnig hafa verið brotið gegn rétti hennar til að hljóta sanngjörn réttarhöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert