Könnuðu ekki geymasýrumál vegna anna

Hælisleitandi gerðist uppvís að því á dögunum að geyma rafgeymasýru ...
Hælisleitandi gerðist uppvís að því á dögunum að geyma rafgeymasýru í brúsa á Ásbrú. Lögreglan telur ólíklegt að hann hafi ætlað að skaða aðra. Mynd tengist efni óbeint. mbl.is/Eggert

Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart í gegnum þriðja aðila að fundist hefði rafgeymasýra á brúsa í Ásbrú í síðari hluta maímánaðar. Aldrei kom til þess að lögregla væri með beinum hætti kölluð til vegna málsins.

Yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum telur ólíklegt að maðurinn hefði verið settur í gæsluvarðhald fyrir að safna sýru á brúsa án þess að hvatirnar sem þar lægju að baki væru skoðaðar með sérstökum hætti. Yfirlögregluþjónninn telur ólíklegt að hann hafi haft í hyggju að skaða aðra með henni.

Málum vatt þannig fram að þegar öryggisvörður í Ásbrú, sem er búsetuúrræði Útlendingastofnunar, gerði Útlendingastofnun viðvart um að brúsinn með rafgeymasýrunni hefði fundist, hafði starfsmaður Útlendingastofnunar samband við lögreglumann á höfuðborgarsvæðinu.

Sá lögreglumaður lét Bjarneyju S. Annelsdóttur, yfirlögregluþjón hjá Lögregluembættinu á Suðurnesjum, óformlega vita af fundinum að kvöldi dagsins sem hann varð en þar kom ekki fram hver hefði átt í hlut. Þar kom þó fram að sýran hefði verið tekin af manninum og fjarlægð.

Bjarney S. Annelsdóttir er yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bjarney S. Annelsdóttir er yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum. Ljósmynd/Aðsend

Bjarney segir í samtali við mbl.is að til hafi staðið að hafa frumkvæði að því að kanna málið á vettvangi morguninn eftir en að ekki hafi gefist svigrúm til þess vegna anna. Daginn eftir hafi komið upp fíkniefnamál og lögreglan hafi eins þurft að sinna fangaflutningum og öðru slíku vegna gæsluvarðhalda.

Aldrei kallað á lögreglu

Ekki hafi verið talið aðkallandi að fara á vettvang, þar sem ekki var kallað á lögreglu með beinum hætti. „Það er aldrei kallað á lögreglu í þessu máli, sem er náttúrulega eðlilegast að gera. Eðlilegt er, ef menn telja vera einhvern vera í hættu eða að eitthvað óeðlilegt sé í gangi, að hafa samband við lögreglu svo hún geti kannað málið,“ segir Bjarney.

„Við fengum sannarlega upplýsingar um málið sem við náðum ekki að vinna með á þeim tímapunkti. Við hefðum farið ef það hefði verið hringt í 112, þá hefðu verið sendir lögreglumenn uppeftir að kanna málið,“ segir Bjarney.

Óljóst um hvað maðurinn ætlaði

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kemur fram að ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum, að vera að safna rafgeymasýru á brúsa. „Við getum örugglega öll fabúlerað um hvað hann var að hugsa. Þetta er auðvitað ekki eðlilegt, að gera þetta. Af hverju ætti maður að vera að safna sýru á flösku?“ spyr Bjarney.

Hún telur að maðurinn hafi í örvæntingu sinni verið að berjast fyrir tilverurétti sínum. „Maður leyfir sér ímynda sér að þetta hafi verið einhver sjálfsbjargarviðleitni um að fá að vera hérna. Hann hefur vitað hvað stóð til,“ segir Bjarney og vísar til þess að brottvísun hans hafi vofað yfir. Hún bætir við að hælisleitendur séu líklegri til að skaða sjálfa sig en aðra.

Mynd úr búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í því ...
Mynd úr búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í því húsnæði dveljast 90 karlmenn, tveir saman í herbergi. Sá sem hafði verið að safna rafgeymasýru í brúsa gerði það í aðdraganda þess að honum var vísað úr landi. Ljósmynd/Útlendingastofnun

Útlendingastofnun hafði þannig ekki áhyggjur af því að maðurinn hefði í hyggju að skaða aðra, að sögn Bjarneyjar. Lögreglan hefði ekki heldur tekið manninn í gæsluvarðhald nema rökstuddur grunur hefði verið þar um.

Málið var einfaldlega ekki talið það alvarlegt að ástæða þætti til að fylgja því eftir umsvifalaust. „Við vissum að það væri búið að fjarlægja sýruna og við vissum af fyrirhugaðri brottvísun nokkrum dögum síðar,“ segir Bjarney. Því var ekki leitast við að kanna málið betur, því fyrir lá að maðurinn var á leið úr landi. Lögreglan færi ekki að grípa inn í það ferli af þessum ástæðum, að sögn Bjarneyjar, nema síður væri.

mbl.is

Innlent »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A og B flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »

Framlög til UNICEF aldrei meiri

Í gær, 20:11 Framlög íslenska ríkisins til UNICEF á Íslandi jókst um 160% á milli áranna 2017 og 2018 og árið 2018 gaf Ísland, ríki og landsnefnd næsthæstu framlög til UNICEF alþjóðlega ef miðað er við höfðatölu og var í öðru sæti á eftir Noregi. Meira »

Slasaðist í Finnafirði

Í gær, 19:30 Kallað var á björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn um hálfsjöleytið í kvöld vegna slasaðs einstaklings í Finnafirði.  Meira »

Vélarvana farþegabátur í Jökulfjörðum

Í gær, 18:54 Útkall á hæsta forgangi barst um hálftvöleytið í dag vegna vélarvana farþegabáts við Maríuhorn á Jökulfjörðum með þrettán farþega um borð. Meira »

Veik von um sólarmesta júnímánuð

Í gær, 18:40 Í gær var fyrsti sólarlausi dagurinn í Reykjavík síðan 18. maí, en næstu 30 daga á undan mældust sólskinsstundir alls 377,6 sem er meira en nokkru sinni hefur mælst í einum almanaksmánuði. Meira »

Fjögurra manna liðin lögð af stað

Í gær, 18:31 Hjólreiðalið í flokki A í WOW Cyclothon eru lögð af stað í hringferð um landið, en ræst var út frá Egilshöll klukkan 18. Níu lið eru skráð til keppni flokki A, en fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla kílómetrana 1.358. Meira »

ÚR kaupir fiskiskip frá Grænlandi

Í gær, 18:30 Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gengið frá kaupum á grænlenska fiskiskipinu Aja Aaju, sem smíðað var árið 1988.  Meira »

Ræddu neyð flóttamanna og hatursorðræðu

Í gær, 18:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með Filippo Grandi, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Meira »

Segja tækifærin vera til framtíðar

Í gær, 17:54 Nýr kafli hófst í dag í þróun skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll þegar viljayfirlýsing stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco var undirrituð. Hefst nú vinna að skipulagningu nýs samfélags á svæðinu sem byggt verður með hugmyndafræðina „Aerotropolis“ að leiðarljósi. Meira »
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Golfbílar
Mjög vel útbúnir bílar, með ljósum/háum ljósum, stefnuljósum, flautu, skriðvörn,...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
NUDD FYRIR VELLIÐAN OG SLÖKUN.
veldu lifsgæði. veldu slökun og að láta þer líða vel. pantanir í sima 863 ...