Sýndu ekki af sér vanrækslu

Frá eldsvðanum í Miðhrauni í fyrra.
Frá eldsvðanum í Miðhrauni í fyrra. mbl.is/Ásdís

Eigendur Geymslna sýndu ekki af sér vanrækslu með því að setja ekki vatnsúðakerfi í húsnæði sitt eftir að starfsemi Drífu ehf. hófst í aðliggjandi húsnæði í Miðhrauni í Hafnarfirði, þar sem eldsvoði varð í apríl í fyrra.

Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hefur verið birtur en fyrirtækið Geymslur var sýknað í gær. Í dómnum segir einnig að ekki verið séð að tjón stefnanda verði rakið til saknæmrar háttsemi stefnda.

Eldurinn kom upp í húsnæði Drífu ehf. og breiddist út í húsnæði Geymslna þar sem fjöldi fólks geymdi muni sína. Ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu, sem gerði slökkvistarf erfiðara því mikið var af eldsmat í húsinu.   

Fram kom í einni af stefnunum vegna málsins að upphafleg brunahönnun hússins hafi gert ráð fyrir vatnsúðakerfi í öllu húsinu. Því hafi aftur á móti verið breytt þegar Latibær kom með starfsemi sína í húsnæðið við hliðina. Þegar Drífa ehf. kom síðar inn með lager Icewear í sama húsnæði hafi kerfið ekki verið sett upp heldur látið við það sitja að húsnæðið væri án vatnsúðakerfis.

Fram kemur í dómnum að brunahönnun og brunavarnir í húsnæði stefnda hafi verið í samræmi við gildandi lög og reglur. Þetta komi meðal annars fram í minnisblaði slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa Garðabæjar sem var unnið í kjölfar brunans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert