„Hvers konar helvítis bull er þetta?“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað var þá fyrri fjármálaáætlun? Slæm nýting á fjármunum?“ spyr Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega, í pistli á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið eru ummæli Bjarna á Facebook fyrr í dag þar sem fjármálaráðherra talar meðal annars um að í ljósi breyttra aðstæðna hafi verið lögð áhersla á að bæta nýtingu fjármuna. 

Áður hafði Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd gagnrýnt breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun og sagt þær „ótrúlegar“.

Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli,“ skrifar Björn Leví, sem baðst fyrirfram afsökunar á orðbragði sínu.

Það á til dæmis að efla skattaeftirlit sem á að skila meiri tekjum. Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjármálaráðherra neyðist til þess að ganga á þær ívilnanir ... það verður samt að skerða tilfærslukerfi almannatrygginga líka,“ skrifar Björn Leví.

Hann segir framsetningu Bjarna ekki heiðarlega og að ráðherra beri að segja satt og rétt frá.

Björn Leví bendir á að það eigi að hækka skatta á heimili í „svokallaða“ græna skatta. Bæta eigi við öðru árgjaldi á heimilissorp en á sama tíma fari framlög til umhverfismála minnkandi.

Já, það fýkur í mig þegar ráðherra bullar svona og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að tjá þá tilfinningu með viðeigandi orðum til þess að fólk skilji hversu alvarlegt mér finnst þetta vera.

mbl.is