Kröfum Blönduóss vísað frá

Kröfu Blönduóss var vísað frá í meðförum Hæstaréttar
Kröfu Blönduóss var vísað frá í meðförum Hæstaréttar mbl.is/Jón Sigurðsson

Hæstiréttur úrskurðaði í gær að vísa bæri frá héraðsdómi máli, sem Blönduós höfðaði á hendur ábúendum jarðarinnar Kleifa árið 2017, en bærinn rifti í desember 2009 byggingarbréfi sem gert hafði verið við ábúendur árið 1951 og lýsti því yfir að hann vildi taka jörðina eignarnámi.

Fjórir erfðaleigusamningar til óákveðins tíma voru gerðir á árunum 1932-1939 og náðu þeir samtals til 7,39 hektara lands. Árið 1951 var gert byggingarbréf við Kristin Magnússon, ábúanda jarðarinnar, þar sem 12 hektarar bættust við jörðina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Greindi bæinn á við afkomendur Kristins um hvort byggingarbréfið frá árinu 1951 hefði leyst erfðaleigusamningana af hólmi, en Hæstiréttur taldi það ekki sannað. Blönduós hafði áður borið sigur úr býtum bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti, en einn landsréttardómari af þremur, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skilaði inn sératkvæði, sem byggði meðal annars á því að kröfur Blönduóss væru of víðtækar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert