Farnar að éta og hreyfa sig

Ljósmynd/Aðsend

Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra.

„Litla-Grá og Litla-Hvít komu í laugina eftir miðnætti. Þær hreyfðu sig vel og voru byrjaðar að éta mjög fljótlega eftir að þær komu í laugina. Þetta var langt og strangt ferðalag hjá mjöldrunum og gríðarleg vinna að baki hjá okkur sem að verkefninu komu. Við erum hæstánægð hversu vel þetta gekk,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutn­ing­inn hér heima. 

Ferðalagið tók alls um 19 klukku­stund­ir og syst­urn­ar voru farn­ar að sýna þreytu­merki við kom­una til Vest­manna­eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga en þota Cargolux lenti með þær á Keflavíkurflugvelli um klukkan 14 í gær.

Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá koma alla leið frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ, þar sem þær hafa skemmt almenningi síðan þær voru fangaðar við Rússland árið 2011. Þá voru þær einungis 2-3 ára gamlar en vera þeirra í Vestmannaeyjum gæti orðið löng, þar sem mjaldrar geta náð 40-50 ára aldri.

Cathy Williamson frá dýraverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conservation segir að nú sé mikilvægast að huga að vellíðan mjaldranna og stíga varlega til jarðar.

„Þeta er í fyrsta skipti sem þetta er gert – þetta eru fyrstu mjaldrarnir sem fá að búa í sjókví eftir að hafa verið í prísund í nokkur ár. Í augnablikinu viljum við fara varlega og við viljum tryggja að þeim líði vel á griðasvæðinu og viljum huga vel að því að þeir aðlagist hinu nýja umhverfi sem er mjög svo ólíkt hinu náttúrulega umhverfi þeirra,“ sagði Williamson. Umhverfið væri svo ólíkt því sem mjaldrarnir hefðu þurft að venjast á sædýrasafninu að mögulegt væri að þeir dveldu þar drýgstan hluta ævinnar.

Andy Bool, forstjóri Sea Life Trust, segir að uppbygging hinna nýju heimkynna mjaldranna, sjókvíarinnar í Klettsvík, sé gríðarlega mikilvægt skref í rétta átt, enda sé sjókvíin sú fyrsta af sínu tagi í heiminum fyrir mjaldra.

„Litla-Grá og Litla-Hvít eru fulltrúar allra þeirra mjaldra í heiminum sem hafa verið hnepptir í prísund og búa í kerjum á sædýrasöfnum. Með því að kynna þessa nýju leið til að annast dýrin í náttúrulegu umhverfi sínu vonumst við til þess að fleiri fylgi okkar fordæmi og geri slíkt hið sama,“ sagði Bool í samtali við Morgunblaðið.

Litla-Hvít og Litla-Grá hafa staðið í ströngu þjálfunarferli til þess að venjast lífsskilyrðum í Klettsvíkinni, sem eru töluvert frábrugðin aðstæðunum í sædýragarðinum. Þær þurfa að venjast hitastigi sjávarins og læra að halda niðri í sér andanum lengur áður en þær synda frjálsar í sjókvínni að sögn Bool. Því verða þær í sérstakri umönnunarlaug fyrstu vikurnar í Vestmannaeyjum.

Mjaldrarnir hafa ólíka persónuleika

Þjálfarar mjaldranna, sem fylgja þeim alla leið til Vestmannaeyja, hafa myndað náin tengsl við mjaldrana og gera mikinn greinarmun á persónugerð þeirra, að sögn Bool:

„Litla-Grá er mun sjálfsöruggari og tekur mun virkari þátt í nýjum athöfnum en Litla-Hvít, sem er hlédrægari og aðeins rólegri en Litla-Grá. En stundum eru þær ófyrirsjáanlegar, stundum hikar Litla-Grá við að gera eitthvað og Litla-Hvít ríður á vaðið og er allt í einu sjálfsöruggari.“

mbl.is

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......