Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar lagði í dag fram gagngera breytingartillögu á fjármálaáætlun, ...
Meirihluti fjárlaganefndar lagði í dag fram gagngera breytingartillögu á fjármálaáætlun, sem ráðherra lagði fram í mars. Breytingartillagan endurspeglar gjörbreyttar horfur í efnahagsmálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækjum strax á næsta ári. Þá verði gjald lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs munu nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar innleiðingu er lokið.

Að þessu er stefnt samkvæmt breytingartillögu við fjármálaáætlun fjármálaráðherra fyrir árin 2020-2024 sem loks var lögð fram í þinginu í dag.

Breytingartillögunni er ætlað að endurspegla breytta, og verri, stöðu hagkerfisins en þjóðhagsspá Hagstofu gerir ráð fyrir 0,2% samdrætti í landsframleiðslu á árinu, samanborið við 2,5% hagvöxt sem lagt var upp með við upphaflega gerð fjármálaáætlunar í mars.

Seinni tíma útgjöld

Af ýmsu er að taka í breytingartillögu meirihlutans. Skattar eru hækkaðir og útgjöld skorin niður til að ná endum saman. Ýmsum verkefnum er seinkað til að spara fé næstu ár, án þess þó að sjá megi að gert sé ráð fyrir auknum útgjöldum til þeirra verkefna á seinni hluta fjármálaáætlunar.

Ríkissjóður verður rekinn nálægt núlli næstu tvö ár, í stað 30 milljarða árlegs afgangs. Tekjur ríkisins verða samkvæmt tillögunni 25 milljörðum króna lægri en áður var gert ráð fyrir, og helst svo hvert ár svo langt sem áætlunin nær. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um níu milljarða á næsta ári samanborið við fyrri áætlun og skýrist það af 11 milljarða hækkun í atvinnuleysistryggingasjóð og ábyrgðasjóð launa, sem viðbúið er að meira muni mæða á.

Hertu skattaeftirliti er ætlað að skila 300 milljónum aukalega á næsta ári, en þremur milljörðum á ári undir lok áætlunar, árið 2024.

Lækkun bankaskatts, sem framkvæma á í fjórum áföngum, verður frestað um eitt ár og mun það skila ríkissjóði aukalega um og yfir tveimur milljörðum á ári.

Fyrirhuguðum framkvæmdum við stjórnarráðsreit verður frestað þannig að þungi þeirra verður síðar en áður var gert ráð fyrir. Sparast þannig 200 milljónir á næsta ári og síðan 400 milljónir á ári næstu tvö ár. Ekki er þó að sjá að gert sé ráð fyrir að útgjöld aukist síðar, þegar farið verður í framkvæmdina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »