„Hér verður ekki herseta á nýjan leik“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum á norðurslóðum. Ljóst sé þó að Ísland sé ekki á leiðinni út úr NATO í þessari ríkisstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta hefur legið fyrir töluvert lengi, alveg frá því 2016, þegar íslensk stjórnvöld og bandarísk skrifuðu undir samkomulag um aukna viðveru Bandaríkjamanna og síðan frá 2017 þegar teknar voru ákvarðanir um viðhaldsframkvæmdir í Keflavík,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um áform Bandaríkjahers um stóraukna uppbyggingu sem fyrirhuguð er á vegum hersins á Keflavíkurflugvelli.

Að því er segir á vef RÚV, sem fjallað hefur um málið að undanförnu, er um að ræða fyrstu uppbyggingaraðgerðir á vegum Bandaríkjahers á íslenskri grundu frá því að herliðið yfirgaf landið árið 2006. Fyrirhuguð er meiri háttar uppbygging, þar sem meðal annars verður sett upp stækkað flughlað og einnig byggð upp færanleg aðstaða fyrir hermenn. Deiliskipulagið á Keflavíkurflugvelli er í vinnslu.

Í breyttri fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi rétt fyrir sumarfrí var kveðið á um að 300 milljónum yrði varið í uppbyggingu á innviðum í tengslum við skuldbindingar Íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. Sú fjárhæð á að verða eins konar mótframlag við uppbyggingu Bandaríkjamanna hér á landi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, sátu hjá við afgreiðslu þess hluta fjármálaáætlunarinnar en samþykktu síðan áætlunina sem heild.

Aukin hernaðarumsvif ættu að vera Íslendingum áhyggjuefni

Katrín hefur áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum á norðurslóðum, eins og hún ræðir hér í samtali við mbl.is.

Hefurðu áhyggjur af því að þetta muni auka sýnileika hers hér á landi?

„Það er öllum kunnugt um afstöðu mina og míns flokks í því. Við erum ein flokka andstæð veru okkar í Atlantshafsbandalaginu og studdum einmitt ekki þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland af þeim sökum. Auðvitað er það þó svo að hún er ákveðin með lýðræðislegum hætti á Alþingi og hluti af henni eru meðal annars aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin,“ segir Katrín.

„Við ákváðum þó þegar við fórum í þessa ríkisstjórn að við myndum fylgja þessari stefnu. Það liggur hins vegar fyrir að hér verður ekki herseta á nýjan leik, þrátt fyrir aukin umsvif nú“ segir hún.

Þó að færanleg herstöð, sem hefur verið rædd í þessu samhengi, verði ekki staðsett hér á landi með beinum hætti, þá gerir fyrirhuguð uppbygging henni að einhverju leyti kleift að starfa.

„Herstöðin verður ekki staðsett hér á landi en það liggur fyrir að Bandaríkin eru með víðtæka uppbyggingu víðar í Evrópu um þessar mundir,“ segir Katrín.

Vekur það þér ekki ugg í brjósti?

„Aukin hernaðarumsvif í Norðurhöfum ættu auðvitað að vera okkur Íslendingum áhyggjuefni, ekki síst ef þau færast yfir á norðurslóðir, þar sem hefur ríkt ákveðinn skilningur á því að hernaðarumsvif eigi að vera í lágmarki. En ég tel einmitt mikilvægt að við aukum opinbera umræðu um öryggis- og varnarmál almennt og ræðum þessa þróun. Við Íslendingar hljótum að hafa áhyggjur af þessari þróun,“ segir Katrín.

Reynist þér erfitt flokks þíns vegna að standa við svona skuldbindingar, meðal annars vegna óánægju í grasrótinni?

„Það lá alveg fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf að úrsögn úr NATO væri ekki á dagskrá, ekki frekar en síðast þegar við fórum inn. Þannig að allir gengu með opin augun inn í það,“ segir Katrín.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sat hjá í atkvæðagreiðslu um ...
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sat hjá í atkvæðagreiðslu um þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem laut að útgjöldum ríkissjóðs sem færu í að uppfylla skuldbindingar landsins við NATO. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson þingmenn Vinstri grænna tóku sérafstöðu í málinu. Virðir þú þeirra ákvörðun?

„Þau studdu nú fjármálaáætlunina sem heild,“ segir Katrín en Andrés og Rósa Björk gerðu athugasemdir við ákveðnar tillögur í fjármálaáætluninni, þó að á endanum hafi þau greitt atkvæði með áætluninni í heild, þar sem meðal annars var kveðið á um að 300 milljónum yrði varið í uppbyggingu innviða hér á landi vegna skuldbindinga Íslands í Atlantshafsbandalaginu.

Sérðu á eftir því að þessir fjármunir fari í þetta frekar en aðra málaflokka, eins og þróunarsamvinnu?

„Þó að þetta komi svona út, liggur það fyrir og kemur fram í meirihlutaáliti fjárlaganefndar að okkar framlög til þróunarsamvinnu miðast við hlutfall af landsframleiðslu. Þau framlög hafa verið ákvörðuð í þróunarsamvinnu á Alþingi og verða uppfærð í takt við hana,“ segir Katrín.

Allir sáttmálar um kjarnorkuafvopnun í uppnámi

Hvað heldurðu að áform Bandaríkjahers um aukna uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli muni hafa í för með sér? Hvað þýðir þetta?

„Eins og ég hef sagt finnst mér mikilvægt að auka opinbera umræðu um þetta mál. Það hefur komið fram að viðvera hermanna hefur aukist hér á landi. Það er ekki eins og hér séu ekki þegar mannvirki og töluverð viðvera hermanna. Hún hefur verið mjög mikil síðustu tvö ár. Þess vegna segi ég að það er mjög brýnt að við aukum umræðu um þessi mál á opinberum vettvangi, enda umhugsunarefni fyrir okkur, sem erum staðsett hér á Norður-Atlantshafi, þessi auknu hernaðarumsvif,“ segir Katrín.

Af hverju telurðu að Bandaríkin séu að styrkja stöðu sína enn frekar?

„Það liggur fyrir á síðasta NATO-fundi sem ég sat síðasta sumar var rík áhersla Bandaríkjamanna á að auka framlög, ekki aðeins sín heldur einnig annarra ríkja, til þessara mála. Það er þá greinilega vaxandi áhuga á Norðurhöfum af þeirra hálfu,“ segir Katrín. Rússar hafa þar verið að sækja í sig veðrið.

„Sú staða er komin upp að nánast allir sáttmálar um ...
„Sú staða er komin upp að nánast allir sáttmálar um kjarnorkuafvopnun eru í uppnámi,“ segir Katrín Jakobsdóttir en það mál ræddi hún við Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum íslenska fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað rædduð þið Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í þessum efnum?

„Ég hef rætt þessi mál við Stoltenberg og ég og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddum þetta einnig. Þar lýsti ég þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að það væri mikilvægt að halda norðurslóðum sem eins friðsamlegu svæði og unnt væri. Við vildum sporna gegn vígvæðingu á því svæði. Síðan ræddum við kjarnorkuafvopnun sérstaklega og við Stoltenberg ræddum þau mál einnig, þar sem sú staða er komin upp að nánast allir sáttmálar um kjarnorkuafvopnun eru í uppnámi. Það eru sannarlega blikur á lofti þegar kemur að því,“ segir Katrín.

„Grundvallarstefna íslenskra stjórnvalda er að leita friðsamlegra lausna. Það er alltaf það sem við höldum á lofti í okkar öllum samskiptum,“ segir Katrín loks.

mbl.is

Innlent »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenju villandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenju villandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, í samtali við mbl.is. Meira »

„Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð“

Í gær, 20:08 „Ég upplifi ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt.“ Þetta sagði Birgitta Jónsdóttir á félagsfundi Pírata í gærkvöldi eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði tekið til máls. Meira »

250 krónur að pissa í Hörpu

Í gær, 19:58 Klósettgjald hefur verið tekið upp í Hörpu á ný. 250 krónur þurfa gestir og gangandi að reiða fram til að fá að létta af sér á tilkomumiklu salerninu í kjallara tónlistarhússins. „Ætli þetta séu ekki svona tuttugu gestir á klukkutíma,“segir Gréta Arnarsdóttir, klósettvörður í hjáverkum. Meira »

Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

Í gær, 19:28 „Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is Meira »

Skilyrði til endurgreiðslu verði þrengd

Í gær, 19:13 Áformað er að þrengja þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá endurgreiðslu kostnaðar vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi, að því er fram kemur á vef samráðsgáttar stjórnvalda. Þannig stendur til að leggja aukna áherslu á að laða erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi. Meira »

Vatnsleki á stúdentagörðum

Í gær, 18:48 Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku. Meira »

Grunaðir um smygl á metamfetamíni

Í gær, 18:44 Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní. Meira »

Kynnti innleiðingu heimsmarkmiða

Í gær, 18:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í dag. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

Í gær, 17:44 Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

Í gær, 16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

Í gær, 16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

Í gær, 15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

Í gær, 15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

Í gær, 15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

Í gær, 14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

Í gær, 14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....