Lið Airport Direct fyrst í mark

Lið Airport Direct.
Lið Airport Direct.

Lið Airport Direct er komið í mark fyrst liða í WOW Cyclothon. Lið World Class fylgdi þeim fast á eftir og kom í mark innan nokkurra mínútna og voru bæði lið rúmlega 37 klukkustundir að hjóla hringinn.

Lið Airport Direct og World Class voru bæði í B-flokki tíu manna liða. Í liði Airport Direct voru einungis karlar en lið World Class var blandað og vann það því blandaða flokkinn.

Samkvæmt heimildum mbl.is var góð samvinna á milli liðanna allan hringinn og hristu þau þriðja liðið, lið Advania, af sér á Austurlandi. Þá gerðu liðin með sér samkomulag um að lið Advania færi á undan í markið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lið World Class hafnaði í öðru sæti.
Lið World Class hafnaði í öðru sæti.
Lið Airport Direct fagnaði að vonum þegar ljóst var að …
Lið Airport Direct fagnaði að vonum þegar ljóst var að liðið hafði hafnað í fyrsta sæti WOW hjólreiðakeppninnar í ár.
mbl.is