„Til hamingju Ísland“

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.
Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Þetta er fyrst og fremst mikill heiður fyrir almenningsþjóðgarðinn og Ísland allt,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, þegar blaðamaður náði tali af honum á heimsþingi UNESCO sem fram fer í Bakú í Aserbaídjsan. Þá hafði þingið nýsamþykkt að bæta Vatnajökulsþjóðgarði á lista sinn yfir heimsminjar og þykir það stærsta viðurkenning sem náttúrusvæði getur hlotnast.

Magnús segir að hér sé fólgin viðurkenning á þeim einstöku náttúruöflum sem finna megi á svæðinu, jöklunum, landformunum, jökulánum og eldfjöllunum.

Heimsminjastofnunin er kröfuhörð og ekki hvaða svæði sem er sem rata inn á listann. Uppfylla þurfi strangar kröfur um rekstur garðsins og á þeim er ekki slakað þótt svæðið sé komið með viðurkenninguna. „Það má líta á þetta eins og gæðavottun,“ segir Magnús. Fylgst sé með hvort þjóðgarðurinn standi sig í stykkinu, en dæmi séu um að svæði sem komist hafa á listann detti af honum sé ekki staðið við skuldbindingar.

Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið tekinn á heimsminjaskrá.
Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið tekinn á heimsminjaskrá. mbl.is/Sigurður Bogi

Í tilfelli Vatnajökuls er reksturinn í góðum málum. Í umsögn Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN), sem mæltu með því að þjóðgarðinum yrði bætt á list­ann, var þeim til­mæl­um beint til stjórn­valda að lokið yrði sem fyrst við end­ur­skoðun stjórn­un­ar- og verndaráætl­un­ar garðsins, og mannauður þjóðgarðsins verði efld­ur, bæði með til­liti til heils­árs- og tíma­bund­ins starfs­fólks, ekki síst við Jök­uls­ár­lón þar sem einnig þurfi að bæta aðstöðu ferðamanna. Þá þurfi að efla aðgerðir sem hindra ut­an­vega­akst­ur.

Magnús segir að vinna við þessa þætti sé í gangi og nefnir að atvinnustefna garðsins, sem tekur á samskiptum garðsins við atvinnurekendur á svæðinu, hafi nýlega verið samþykkt. Aðspurður segir hann ekki ólíklegt að aukið utanumhald um garðinn, ekki síst meiri mönnun, kalli á frekara fjármagn.

En hvaða tækifæri eru fólgin í vottuninni? Mun áhugi á garðinum aukast?

„Ég held tvímælalaust að þetta muni auka áhugann á garðinum, innanlands og utan. Aðalbreytingin verður sennilega sú að við fáum kröfuharðari ferðamenn. Fólk sem gerir meiri kröfur til upplýsingar og fræðslu, og dvelur þá vonandi lengur í garðinum,“ segir Magnús. Ferðamenn sem ekki ætli sér að stoppa við Jökulsárlón í tvo tíma og fara svo aftur í bæinn.

Hann segir stóran hóp ferðamanna gera út á að heimsækja heimsminjastaði og slíkum megi eiga von á. „En þetta er fyrst og fremst viðurkenning.“

Í framkvæmdastjórn heimsminjastofnunar UNESCO sitja 58 ríki og taka fulltrúar þeirra endanlega ákvörðun um viðbætur á listann. Um 40 svæðum var á þinginu bætt á heimsminjaskrána, en þar af falla flest undir menningarverðmæti. Innan við tíu svæðum var bætt á nátturuminjaskrána, þá sem Vatnajökulsþjóðgarður tilheyrir nú.

Þjóðgarðurinn er sá þriðji íslenskra svæða sem bætist á listann, en fyrir eru Surtsey sem tekin var á náttúruminjaskrána árið 2008, og Þingvellir sem riðu á vaðið árið 2004 en þeir eru á listanum vegna sögulegs verðmætis svæðisins. 

Þingvellir eru á heimsminjaskrá vegna sögulegra verðmæta sem þar leynast. ...
Þingvellir eru á heimsminjaskrá vegna sögulegra verðmæta sem þar leynast. Ekki þykir loku fyrir það skotið að þjóðgarðinum verði síðar bætt á lista heimsminjaskrárinnar yfir náttúruminjar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...