„Við munum ekkert hvika“

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir samþykkt tillögu Íslands á mannréttindabrotum ...
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir samþykkt tillögu Íslands á mannréttindabrotum í Filippseyjum staðfesti að rdd Íslands skipti máli. UN Photo/Evan Schneider

„Þetta er áþreifanleg sönnun þess að okkar rödd og okkar verk skipta máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við mbl.is um að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hafi í dag samþykkt tillögu Íslands um rannsókn á mannréttindabrotum í Filippseyjum.

Tillagan var samþykkt með átján atkvæðum gegn fjórtán, en fimmtán sátu hjá.

„Við erum svo lánsöm að búa við mannréttindi á Íslandi sem okkur finnst fullkomlega sjálfsögð, þau eru það ekki og eiga undir högg að sækja í heiminum. Það er okkar skylda að leggja okkar á vogaskálarnar til þess að bæta stöðu mannréttindamála í heiminum,“ segir Guðlaugur sem kveðst ánægður með niðurstöðuna.

Hann segir það hafa verið sérstök áhersla Íslands að þau ríki sem hafa verið kjörin til setu í mannréttindaráðinu fylgi ákvæðum mannréttindasáttmálans og sýni þannig gott fordæmi. „Þess vegna höfum við meðal annars tekið fyrir málefni Filippseyja og sömuleiðis Sádí Arabíu og við munum halda því áfram.“

Mannréttindasamtök ánægð með Ísland

Inntur álits á ásökunum Filippseyja á fundinum um að Ísland vanvirði ráðið og yfirlýsingu utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, um að samþykkt tillögunar muni hafa „alvarlegar afleiðingar,“ segir Guðlaugur það ekki hafa áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda.

„Í mínum huga er málið mjög skýrt. Mannréttindaráðið er ekki til þess að koma saman og fá sér kaffi, þetta er til þess að beita ráðinu í þágu mannréttinda og það er það sem við gerum. Þó að við fáum einhverjar hótanir, þá er það bara þannig. Við munum ekkert hvika frá þeirri stefnu,“ segir hann og bætir við að „þeir sem eru ekki með nógu góða samvisku í því, þeir eru með allrahanda yfirlýsingar og hótanir. Það hefur ekki áhrif á okkur.“

„Viðbrögðin sem við höfum fengið vegna okkar framgöngu í ráðinu hafa verið miklu sterkari en ég átti von á. […] Mannréttindasamtök hafa verið mjög ánægð með framgöngu Íslands og hvatt aðrar þjóðir til þess að fylgja fordæmi okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Úr sjónum í ruslið

19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »

Heitir reitir í boði ESB

16:32 Evrópusambandið afhenti í gær þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar 15.000 evra styrk, um 2,1 milljónar króna, til uppsetningar á heitum reitum víðsvegar um borgina. Munu borgarbúar bráðum geta tengst þráðlausu neti á opnum stöðum í borgarlandinu í boði Evrópusambandsins. Meira »

„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

15:15 „Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni. Meira »

„Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“

15:00 Systkinunum Hrafni og Elísabetu Jökulsbörnum hafa borist ýmsar hótanir vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Ljótustu ummælin sem þeim hafa borist birti Hrafn á Facebook-síðu sinni, en þau hljóða svo. „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi [sic].“ Meira »

Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

14:45 Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Lénið .is mikilvægur innviður samfélagsins

14:30 Ríkisstjórn Íslands hefur áform um að leggja fram frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is, en hvergi er minnst á lén í íslenskum lögum eins og þau standa í dag. Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði en hafa þær ekki náð fram að ganga. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...