Ljósbogi myndaðist í kerskálanum

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Eggert

Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær og voru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu í kjölfarið kallaðir á svæðið.

Þetta herma heimildir mbl.is.  

Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, sagðist í samtali við blaðamann ekki geta tjáð sig um málið.

Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsmanna, eins og mbl.is greindi frá í morgun. Að sögn Bjarna Más var aðgerðin fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir að hættulegar aðstæður myndu skapast. „Hér eru öryggismál í algjörum forgangi.“

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Fram kemur á Vísindavefnum að ljósbogi myndist þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mikið. Í ljósboga verði varmamyndun vegna rafstraums til þess að viðhalda rafgasi og er algengt hitastig á milli 20.000 og 30.000 °C.

„Þar sem hitinn í rafgasinu hleypur á tugum þúsunda gráða verður gífurleg geislun frá ljósboganum og allt í næsta nágrenni sviðnar á augabragði áður en straumurinn rofnar aftur,“ segir á Vísindavefnum.

Ljósbogi hefur áður myndast í álverinu. Árið 2001 slösuðust tveir starfsmenn þegar ljósbogi myndaðist við gangsetningu rafgreiningarkers og voru þeir fluttir á sjúkrahús með alvarlega brunaáverka

mbl.is