Engin rafhlaupahjólaslys hérlendis

Einn af þeim sem sáust á rafhlaupahjóli í miðbænum um ...
Einn af þeim sem sáust á rafhlaupahjóli í miðbænum um hádegisbilið í gær. mbl.is/​Hari

Rafhlaupahjól hafa síðustu misseri vaxið í vinsældum bæði hérlendis og erlendis og segja sumir að um „æði“ sé að ræða, svo vinsæl séu hjólin. Er fólk á rafhlaupahjólum ekki óalgeng sjón í miðbæ Reykjavíkur en einnig má sjá fólk þeytast um á þeim í úthverfum borgarinnar.

Víða er sagt frá því í erlendum fréttum að rafhlaupahjólin séu skaðvaldur, og hafa orðið nokkur banaslys beggja vegna Atlantshafsins tengd notkun slíkra hjóla.

Sömu sögu er ekki að segja hér á landi. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi átt sér stað vegna notkunar rafhlaupahjóla að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). „Þetta hefur ekki borist mér til eyrna sem ægilegt vandamál, en hins vegar vitum við til þess að margur fer geyst á þessum hjólum.“

Þróunin áhugaverð

Raftækjaverslunin ELKO er ein þeirra verslana hérlendis sem hefur selt rafhlaupahjól með góðri raun og segir Óttar Örn Sigurbergsson, innkaupastjóri ELKO, að sala rafhlaupahjólanna hafi verið vonum framar þetta fyrsta ár í sölu og að hjólin virðist sannarlega eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum.

„Í Bandaríkjunum er áætlað að salan muni aukast um 100% á næstu fjórum til fimm árum, sem mér þykir hógvær áætlun. Þróunin í stórborgum er einnig áhugaverð þar sem æðið virðist hafa verið styrkt svo um munar af leiguhlaupahjólum,“ segir Óttar. Hafa hugmyndir um slíkar leigur, þar sem vegfarendur taka rafhjól eða rafhlaupahjól á leigu, verið uppi hérlendis, og sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, í byrjun mánaðar að „von bráðar“ gætu borgarbúar ferðast um á rafmagnshlaupahjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tímabundið á leigu.

Var einnig sagt frá því í Viðskiptamogganum um miðjan síðasta mánuð að bandaríska fyrirtækið Bird, sem býður upp á stöðvalaus rafhlaupahjól til að fara á milli staða, væri áhugasamt um að bjóða upp á þjónustuna hérlendis.

Spurður um neytendahóp hjólanna segir Óttar að hópurinn sé á aldursbilinu 14 til 64 ára, og að karlar séu í meirihluta. „Við í ELKO áætlum ekki að hjólin séu eingöngu fyrir yngri markhóp eins og flestir hefðu haldið enda hefur fullorðið fólk sýnt hjólunum mikinn áhuga og hef ég sjálfur notað þetta töluvert í styttri ferðir í Grafarvoginum,“ segir hann. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...