Heilt hótel híft upp í Helguvík

Marriott hótel rís við Leifsstöð
Marriott hótel rís við Leifsstöð Ljósmynd/Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Heilu 150 herbergja hóteli er þessa dagana verið að skipa upp í Helguvíkurhöfn og setja saman steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýtt hótel Marriott-hótelkeðjunnar sem sett er saman úr stáleiningum frá Kína.

Hljóðið var gott í Árna Val Sólonssyni, eiganda Capital Hotels-keðjunnar og sérleyfishafa Marriott-hótelsins, þegar Morgunblaðið heyrði í honum og sagði hann að vel hefði gengið. Einingarnar væru hífðar í land í Helguvík og síðan ekið á byggingarsvæðið þar sem þær eru settar saman jafnóðum.

„Þetta mun gerast mjög hratt á næstu dögum, sérstaklega ef veðrið verður eins og það var í dag,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »