Segir Guðlaug Þór skorta rök

Kathrine Kleveland, leiðtogi samtakanna Nei til EU, vísar á bug ...
Kathrine Kleveland, leiðtogi samtakanna Nei til EU, vísar á bug ásökunum um óeðlileg afskipti af umræðunni um þriðja orkupakkann. Ljósmynd/Nei til EU

„Mér finnst þetta sýna að ráðherrann skorti mikilvæg og efnisleg rök um það hvaða áhrif ACER-málið (orkupakkinn) mun hafa á Ísland. Ég hef aðra sýn [en ráðherrann] á það hvaða áhrif þetta getur haft á Íslandi, við erum örugglega ekki alveg sammála þar. Það hlýtur að vera leyfilegt að segja það,“ segir Kathrine Kleveland, leiðtogi Nei til EU í Noregi (samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu), í samtali við mbl.is.

Tilefni orða Kleveland eru ásakanir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í kvöldfréttum RÚV í gær um að Nei til EU og norski miðflokkurinn (Senterpartiet) hafi átt í óeðlilegum afskiptum af umræðu á Íslandi um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins.

„Okkar samskipti við aðila á Íslandi hafa verið á grundvelli beiðna frá systursamtökum okkar og þeim sem hafa haft áhuga á málinu á Íslandi. Við höfum ekki haft frumkvæði að því að eiga í þessum samskiptum og höfum ekki ferðast til Íslands án þess að okkur hafi verið sérstaklega boðið,“ útskýrir Kleveland spurð um samskiptin við íslenska aðila.

Ásakanir á báða bóga

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn eru sakaðir um afskipti af umræðunni á Íslandi. Í viðtali Morgunblaðsins við utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, í fyrra sagðist ráðherrann hafa greint ráðherrum og alþingismönnum frá mikilvægi þess að orkupakkinn verði hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Í kjölfarið sakaði  Sigbjørn Gjelsvik, þingmaður norska Miðflokksins, og samtökin Nei til EU norska ráðherrann um að beita Ísland þrýstingi í málinu. Gjelsvik sagði orð Eriksen Søreide „forkastanleg“.

Taldi Guðlaugur Þór fullyrðingar Gjelsvik og Nei til EU vera „undarlega afbökun“ og að það hafi verið misskilningur að norski ráðherrann hafi þrýst á Íslendinga til þess að samþykkja þriðja orkupakkann.

Aðdáunarverður kraftur

Spurð um upplýsingar, sem Nei til EU hefur veitt íslenskum systursamtökum og öðrum Íslendingum um þriðja orkupakka Evrópusambandsins, svarar Kleveland að öll gögn sem Nei til EU hafi um málið séu öllum aðgengileg á vef samtakanna.

„Að sjálfsögðu eru okkar upplýsingar um orkusamstarf Evrópusambandsins – um orkupakka þrjú og fjögur auk ACER [orkustofnunar Evrópusambandsins] – aðgengilegar fyrir alla sem hafa áhuga. Við byggjum okkar starf á gagnsæi og lýðræði, þannig að hver sem er getur nýtt þessar upplýsingar. Við höfum unnið mikið með þetta málefni í Noregi,“ segir Kleveland

Hún segir Nei til EU sannfærð um að „íslenska þjóðin sjálf meti hvað sé Íslandi fyrir bestu og hvernig skal varðveita íslenska hagsmuni“.

„Okkur þykir aðdáunarverður kraftur í herferðinni á Íslandi gegn ACER-málinu (orkupakkanum) og í því samhengi höfum við ekki haft nein áhrif. Þarna hlýtur að vera um að ræða öfluga andstöðu á Íslandi enda sýnir það hversu mikilvægt málið er fyrir hagsmuni Íslands þegar slíkur fjöldi fólks kemur að málinu,“ bætir Kleveland við.

„Vill íslenski ráðherrann ganga í Evrópusambandið?“

Nei til EU-leiðtoginn bendir á að í Noregi hafi verið skýr meirihluti sem vildi hafna orkupakka þrjú, þrátt fyrir að Stórþingið samþykkti innleiðingu hans.

„Bæði Noregur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og þá vil ég meina að bæði löndin hafa sameiginlega hagsmuni af því að hafna valdaframsali til ESB. Þetta mál snýst um afsal fullveldis,“ segir Kleveland sem bendir á að það sé hlutverk samtakanna að vinna gegn fullveldisframsali til Evrópusambandsins.

„Í Noregi höfum við forsætisráðherra sem vill aðild að Evrópusambandinu. Hún hefur tjáð sig um íslensk stjórnmál og greinilega – samkvæmt þessu (ásökunum Guðlaugs Þórs) – vill hún hafa áhrif á íslensk yfirvöld. Ég get nú spurt, er það svo að þessi íslenski ráðherra vilji einnig ganga í Evrópusambandið? Það veit ég ekkert um.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...