Hellisheiði lokað vegna malbikunar

Til stóð að malbika veginn í gær, en vegna veðurskilyrða …
Til stóð að malbika veginn í gær, en vegna veðurskilyrða var vinnunni frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að lokun á veginum um Hellisheiði á morgun, 15. ágúst, vegna áframhaldandi malbikunar og verður allri umferð beint um Þrengslaveg meðan á malbikun stendur.

Veginum til austurs verður lokað klukkan sjö í fyrramálið og til vesturs verður honum lokað klukkan níu, en áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. 

Auk malbikunar verður á sama tíma unnið að því að taka niður og setja upp víravegrið á vegkaflanum, sem er um 9 km að lengd.

Til stóð að malbika veginn í gær, en vegna veðurskilyrða var vinnunni frestað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert