Bretar aðstoði við að stöðva mengun

Æðarungar drepast við að synda inn í olíubrák.
Æðarungar drepast við að synda inn í olíubrák. Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson

Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum.

Æðarungar í Seyðisfirði hafa drepist í hrönnum vegna olíu sem lekur í sjóinn úr skipsflaki El Grillo.

„Við ætlum að hafa samband við breska sendiráðið og athuga hvort Bretar vilji taka einhvern þátt í þessari hreinsun. Þegar á botninn er hvolft þá er þetta skip þeirra, þeir áttu skipið og olíuna sem fór niður,“ segir Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður og formaður bæjarráðs  Seyðisfjarðar, í samtali við RÚV.

El Grillo var olíubirgðaskip bandamanna sem sökkt var af þýskum herflugvélum í sprengjuárás í seinni heimsstyrjöldinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert