Mjaldrarnir fara í Klettsvíkina í vor

Mjaldrasysturnar í kerinu í Vestmannaeyjum.
Mjaldrasysturnar í kerinu í Vestmannaeyjum.

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít hafa lagað sig vel að lauginni í Vestmannaeyjum þar sem þær dvelja þar til þeim verður sleppt í Kleppsvík, væntanlega næsta vor.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sea Life Trust, griðastað mjaldra. Höfuðáhersla er lögð á vellíðan og gott heilsufar mjaldranna tveggja. Í ljósi breytinga á veðrinu var ákveðið að fresta því að færa hvalina í kvína í sjónum. Vonir stóðu til að hægt yrði að gera það fyrr. Svo reyndist það tímafrekara en ráð var fyrir gert að undirbúa hvalina fyrir dvöl þeirra í sjókvínni.

Upphaflega stóð til að flytja hvalina tvo frá Kína til Íslands í apríl síðastliðnum. Slæmt veður olli því að flutningnum var frestað þar til í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »