„Alltaf verið að ganga örlítið lengra“

Þrátt fyrir að allir lögspekingar séu komnir á að ekki …
Þrátt fyrir að allir lögspekingar séu komnir á að ekki sé um stjórnarskrárvafa að ræða segist Jón Þór þeim ósammála. mbl.is/Hari

„Ég hef verið sá innan þingflokksins sem túlkar það þannig af ef það er einhver vafi varðandi stjórnarskrána, ef eitthvað er verið að fara lengra, þá ætla ég að halda hana,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem kaus gegn þriðja orkupakka Evrópusambandsins í dag.

Aðrir þingmenn í þingflokki Pírata kusu með orkupakkanum. „Þetta er umræða sem við höfum átt mjög oft,“ segir Jón Þór.

Þrátt fyrir að allir lögspekingar séu komnir á að ekki sé um stjórnarskrárvafa að ræða segist Jón Þór þeim ósammála. „Það er alltaf verið að ganga örlítið lengra og örlítið lengra.“

„Þeir segja að það sé enginn vafi ef þetta er skýrt og vel afmarkað. Ég túlka það bara mjög þröngt. Ég ber virðingu fyrir því að aðrir geri það öðruvísi, en þess vegna kýs ég gegn.“

mbl.is