36 milljarðar í háskólana

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framlög til háskólastigs lækka um 2.200 milljónir frá fyrra ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í dag. Lækka framlögin úr 37,7 í 35,5 milljarða króna en það jafngildir um 9% lækkun að raunvirði (að teknu tilliti til 3,4% verðbólgu). Ástæðu lækkunarinnar má rekja til skerts framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en afgangur hefur orðið af rekstri hans um nokkurt skeið og á hann því uppsafnað eigið fé.

Sá hluti framlaganna sem heyrir undir menntamálaráðuneytið hækkar um 4,0 milljarða króna, úr 32,1 milljarði í 36,2 milljarða.

Einn þessara fjögurra milljarða kemur til vegna framkvæmda við Hús íslenskunnar sem til stendur að reisa við hlið Þjóðarbókhlöðunnar, 220 milljónir króna eru eyrnamerktar aðgerðum til að fjölga kennaranemum og 125 milljónir aukalega munu fara í að styðja við alþjóðlega samkeppnishæfni háskóla og rannsóknarstofnana. Þá nema launa- og verðlagsbætur, að því er segir í frumvarpinu, 1,1 milljarði króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert