Hvölunum verður ekki bjargað

Litlar líkur voru taldar á að aðgerðir myndu skila árangri …
Litlar líkur voru taldar á að aðgerðir myndu skila árangri og efamál hvort einhver dýranna lifi til morguns. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Áform um að stefna björgunarsveitum út á Langanes í nótt á háflóði til að freista þess að bjarga þeim grindhvölum sem enn voru á lífi hafa verið afturkölluð, samkvæmt upplýsingum fréttaritara mbl.is á Þórshöfn.

Er ástæða þess að litlar líkur eru á að aðgerðir hefðu skilað árangri og efamál hvort einhver dýranna myndu lifa til morguns.

Alls er um 62 grindhvali að ræða og var aðeins rúmlega tugur þeirra enn á lífi klukkan níu í kvöld. Göngu­fólk kom auga á grind­hval­ina síðdeg­is í dag og gerði viðbragðsaðilum viðvart.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert