Mál Erlu á borði ríkislögmanns

Erla Bolladóttir
Erla Bolladóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið settum ríkislögmanni, Andra Árnasyni, að taka afstöðu til máls Erlu Bolladóttur, sem sakfelld var fyrir meinsæri í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Erla greindi frá því fyrir þremur vikum að hún hygðist stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í málinu. Hinir fimm sakborningarnir í málinu fengu mál sín tekin upp og voru í fyrra sýknaðir af sakfellingu fyrir manndráp.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá forsætisráðuneytinu átti Andri nýverið fund með lögmanni Erlu þar sem farið var yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið í málinu. Ráðgert er að niðurstaða muni liggja fyrir innan tíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »