Rok og rigning en allt að 18 stiga hiti

Allhvass vindur og á köflum allmikil rigning er í kortunum …
Allhvass vindur og á köflum allmikil rigning er í kortunum næstu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rok og rigning er í kortunum næstu daga og er gul viðvörun í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum þar sem búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Búast má við auknu álagi á fráveitukerfi vegna þessa og hvetur Veðurstofan fólk til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Suðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga, allhvass vindur og á köflum allmikil rigning, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Hlýtt loft ættað langt sunnan úr höfum leikur að sama skapi um landann og hæstu hitatölurnar verða eins og svo oft áður, þegar áttirnar eru suðlægar, á Norður- og Austurlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Þar ætti hitinn að ná um það bil 18 gráðum þar sem hlýjast verður en annars verðu hitinn lengst af 8 til 14 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert