Lífskjarasamningnum ógnað

Skrifað undir lífskjarasamninginn.
Skrifað undir lífskjarasamninginn. mbl.is/​Hari

„Hvað lífskjarasamninginn varðar þá vinnur þetta algerlega gegn markmiðum hans. Það liggur í hlutarins eðli þar sem samningurinn fól í sér að lækka kostnaðinn við það að lifa, þar með talið með tilliti til skattbyrði.“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um hugmyndir um veggjöld í samkomulagi ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna.

„Ég trúi því að stjórnvöld átti sig á því í hvaða vegferð þau eru að fara ætli þau sér að ógna þeirri miklu og góðu vinnu sem við náðum síðasta vor með gerð þriggja og hálfs árs samnings,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ragnar bendir á að viðbúið sé að veggjöldin lendi ekki hvað síst á lágtekjufólki sem sest hafi að í úthverfum til þess að komast í ódýrara húsnæði. „Þetta liggur í hlutarins eðli. Sérstaklega í ljósi þess að lágtekjufólk hefur verið að koma sér fyrir í úthverfum borgarinnar og gott betur en það. Fólk hefur til dæmis verið að flytja á Suðurnesin, Suðurlandið, Akranes. Fólk hefur verið að flýja alltaf lengra og lengra út fyrir stórhöfuðborgarsvæðið til þess að komast í hagkvæmara húsnæði og þar af leiðandi taka á sig þann aukakostnað sem felst í því að keyra á milli. Aukin veggjöld munu klárlega stríða gegn öllum þeim markmiðum sem við höfum verið að setja okkur varðandi lífskjarabætur, ekki aðeins fyrir lægri tekjuhópana heldur alla tekjuhópa,“ segir hann.

„Almennt erum við í Samtökum atvinnulífsins hlynnt veggjöldum, en almennt snýst málið um að áherslurnar séu réttar og þá skiptir rétt útfærsla mála öllu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. „Ísland er þegar háskattaríki í alþjóðlegum samanburði og því þarf við innleiðingu veggjalda að gæta þess að þau auki ekki álögur á fólk og fyrirtæki umfram það sem nú er,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »