Nýsköpun ekki lúxus heldur nauðsyn

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Guðmundur Hafsteinsson, formaður stýrihóps.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Guðmundur Hafsteinsson, formaður stýrihóps. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti nýja Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en þar segir að nýsköpunarlandið Ísland sé samfélag þar sem hugarfar, fjármagn, markaðsaðgengi, umgjörð og mannauður styðji við nýsköpun sem grundvöll menningarlegra og efnahagslegra lífsgæða.

Stefnunni er ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. „Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn,“ segir Þórdís Kolbrún.

Við mótun stefnunnar tóku þátt fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi, fulltrúar atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Vinnu stýrihóps leiddi Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og fyrrverandi yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant.

Nýsköpunarstefna fyrir Ísland markar sýn til ársins 2030. Í henni er sett fram það markmið að árið 2030 sé Ísland fjölbreytt samfélag velferðar, öryggis og jafnra tækifæra. Í

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert