Ferðamaður gripinn á 141 km hraða

Vel á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan …
Vel á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur um og eftir helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann um helgina sem ók á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn er erlendur ferðamaður og greiddi hann sektina á staðnum, á annað hundrað þúsund krónur. 

Vel á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur um og eftir helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, að því er segir í tilkynningu. Þá voru fimm ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum óskoðuðum eða ótryggðum bifreiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert