Tillaga um seinkun skóladags til Dags

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði það sjálfur til að tillögunni …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði það sjálfur til að tillögunni yrði vísað á skrifstofu sína. mbl.is/​Hari

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í kvöld að vísa tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um að leitast verði við að seinka skólabyrjun í fleiri skólum til kl. 9 til skrifstofu borgarstjóra.

Málsmeðferðartillagan var samþykkt með 22 atkvæðum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði það sjálfur til að tillögunni yrði vísað á skrifstofu sína og að hún yrði unnin áfram í samráði við skóla og frístundaráð. Tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, virtist almennt leggjast ágætlega í borgarfulltrúa.

„Hvað er hættulegt við það að samþykkja samtal?“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýndi málsmeðferðartillögu borgarstjóra og sagði að tillagan fæli það í sér að hægt væri að samþykkja hana beint, enda snerist hún um að fela skóla- og frístundasviði að eiga samtal við skólasamfélagið í Reykjavík um málið. „Hvað er hættulegt við það að samþykkja samtal?“ spurði Vigdís.

„Það er ekki boðlegt fyrir kjörna fulltrúa að tillögum þeirra …
„Það er ekki boðlegt fyrir kjörna fulltrúa að tillögum þeirra sé vísað endalaust undir lægra sett stjórnvald,“ segir Vigdís. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var Vigdísi svo mjög um hvernig tillögur borgarfulltrúa minnihlutans væru svæfðar á fundum borgarstjórnar að hún dró tillögu sína um öruggari göngutengingar við Hringbraut vestan Melatorgs, sem var næst á dagskrá á eftir tillögu Kolbrúnar, til baka og hyggst leggja hana fram með svo ítarlegri greinargerð á næsta borgarstjórnarfundi að fulltrúar meirihlutans geti ekki komið sér undan því að samþykkja hana.

„Það er ekki boðlegt fyrir kjörna fulltrúa að tillögum þeirra sé vísað endalaust undir lægra sett stjórnvald.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert