Bendla Samherja við spillingu og mútur

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Samherji er sagður hafa greitt namibískum stjórnmálamönnum og venslafólki þeirra á annan milljarð króna á sama tíma og útgerðarfélagið hefur átt óvenju hagstæð kvótaviðskipti við namibíska ríkið.

Þessir viðskiptahættir eru sagðir skólabókadæmi um spillingu og mútur. Þeir eru til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en nánar verður fjallað um málið í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Umfjöllunin er unnin í samstarfi Al Jazeera og Stundina. Einnig verður fjallað nánar um málið á Stundinni í kvöld.

„Þetta líta út fyrir að vera mútur. Ég held að Samherji þurfi að svara erfiðum spurningum til að afsanna það,“  segir Daniel Balint-Kurti, yfirrannsakandi Global Witness, í Kveik. 

Sam­herji hef­ur ráðið alþjóðlegu lög­manns­stof­una Wik­borg Rein í Nor­egi til að fram­kvæma ít­ar­lega rann­sókn á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu frá Sam­herja í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina