Fimm banaslys eru fimm banaslysum of mikið

Þeim aðilum sem taka þátt í viðbrögðum þegar að umferðarslys …
Þeim aðilum sem taka þátt í viðbrögðum þegar að umferðarslys eiga sér stað var sérstaklega þakkað fyrir af Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra. mbl.is/​Hari

Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans fyrr í dag líkt og undanfarin sjö ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flutti stutt ávarp sem og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra áður en Ása Ottesen sagði sína sögu. Ása missti tveggja ára gamlan bróðir sinn í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í öðru umferðarslysi.

Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og hliðstæð athafnir fara fram víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu.

Frá fyrsta skráða umferðarslysinu á Íslandi höfðu 1573 látist í umferðinni þann 1. nóvember 2019.

Ása Ottesen sagði sína sögu sem aðstandandi. Móðir hennar slasaðist …
Ása Ottesen sagði sína sögu sem aðstandandi. Móðir hennar slasaðist alvarlega og tveggja ára bróðir hennar lést í umferðarslysi fyrir rúmum 20 árum. Þá slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi síðasta sumar. mbl.is/​Hari

Stundarfjórðungi fyrir klukkan tvö lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við spítalann og klukkan tvö setti Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, athöfnina formlega.

„Þetta er ekki síst ykkar dagur“

Forseti Íslands flutti stutt ávarp og á eftir honum flutti Sigurður Ingi ávarp og sagði frá tilefni dagsins. „Við erum hér saman komin vegna hvers annars. Því þó við viljum oft syrgja ein þá erum við mannfólkið þannig gerð að hluti af því að syrgja er að deila þeirri tilfinningu með öðrum.“

„Vil nefna sérstaklega þátt þeirra sem koma að því að líkna og liðsinna eftir umferðarslys. Þetta er ekki síst ykkar dagur. Þið eigið stóran þátt í að draga úr tíðni dauðaslysa,“ sagði Sigurður Ingi.

Björgunarsveitamenn og lögreglumenn voru að sjálfsögðu viðstaddir athöfnina.
Björgunarsveitamenn og lögreglumenn voru að sjálfsögðu viðstaddir athöfnina. mbl.is/​Hari

Hann nefndi að þegar hann tók þátt í athöfninni fyrir ári síðan höfðu 13 manns látið lífið þar ár í umferðarslysum en þeir væru fimm í ár. Það væri fimm manns of mikið og við ættum aldrei að sætta okkur við slík banaslys.

„Ljóst er umferðarslys eru eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosta samfélagið bæði mikla fjármuni og vinnu. Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ bætti sagði ráðherra og bætti við.

Slökkviliðsmenn, fulltrúar frá Landhelgisgæslunni og hjúkrunarfræðingar Landspítalans.
Slökkviliðsmenn, fulltrúar frá Landhelgisgæslunni og hjúkrunarfræðingar Landspítalans. mbl.is/​Hari

„Þakka ykkur fyrir“

„Til ykkar sem takið þátt í þeim viðbrögðum sem verða þegar slys á sér stað. Þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir það sem þið gerið og að gera það við erfiðar og stundum óbærilegar aðstæður. Þakka ykkur fyrir öll erfiðu augnablikin sem þið þurfið að takast á við. Þakka ykkur fyrir það sem þið þurfið að bera og getið ekki deilt nema innan ykkar hóps. Þakka ykkur fyrir að vera okkur fyrirmyndir. Þakka ykkur fyrir að láta okkur finna að í okkar samfélagi er fólk sem telur ekki eftir sér að taka þátt því að gera samfélagið betra.  Samfélagi þar sem hver og einn skiptir máli.  Starf ykkar skiptir okkur miklu máli. Þið skiptið okkur miklu máli.“

Minningarreitur við nýja Landspítalann

Að lokum minntist hann á tillögu samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins um að minningarreit um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Minningarreiturinn yrði staðsettur við nýjan Landspítala við Hringbraut. Sagði Sigurður Ingi að erindi þess efnis hefði verið sent til Reykjavíkurborgar sem hefði tekið hugmyndinni vel.

mbl.is/​Hari
mbl.is