Uppsagnir dregnar til baka á Reykjalundi

Starfsstjórn Reykjalundar. (f.v.) Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir og …
Starfsstjórn Reykjalundar. (f.v.) Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir og formaður starfsstjórnarinnar og Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari.

Nokkrir þeirra sem sagt höfðu upp störfum á Reykjalundi hafa dregið uppsagnir sínar til baka og býst formaður starfsstjórnar við því að það geri fleiri næstu daga.

Þetta staðfestir Stefán Yngvason, formaður starfsstjórnarinnar, í samtali við mbl.is. Hann á von á því að flestir dragi uppsagnir sínar til baka. „Það mun skýrast í þessari viku og næstu hvernig þetta fer.“

„Það er almennt séð góð stemning í hópnum hérna upp frá og fólk er ánægt með að vera komið með starfsstjórn og því fylgir auðvitað öryggi. Við höfum bara fengið góða strauma frá starfsfólki.“

mbl.is