Tveir greiddu sektir vegna utanvegaaksturs

Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur. Myndin er úr safni.
Ljót sár geta myndast eftir utanvegaakstur. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjú utanvegaakstursmál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og hefur tveimur þeirra þegar verið lokið með sektargreiðslu, en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ferðamaður sem ók utanvegar við Breiðbalakvísl 29. nóvember og erlendur ferðamaður sem ók á Breiðamerkursandi við Þröng 27. nóvember hafa þegar verið sektaðir, en þriðja málið er enn til rannsóknar.

Í því máli stóðu landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði erlendan ferðamann að utanvegaakstri við Jökulsárlón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert