Aftakaveður víða á landinu

Það er byrjað að hvessa.
Það er byrjað að hvessa. mbl.is/Rax

Spár gera ráð fyrir aftakaveðri víða á landinu í dag og á morgun og er fólk hvatt til að fylgjast vel með viðvörunum og veðurspám. Appelsínugul og rauð viðvörun verða í gildi á stórum hluta landsins.

Verst verður veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem rauð viðvörun tekur gildi klukkan 17:00 í dag. Byrjað er að hvessa nú þegar á norðurhluta landsins og mælist vindhraði í hviðum við Herkonugil á Tröllaskaga 33 m/s.

Auk þess er að verða hvasst víða á Vestfjörðum.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan átta. Spáð er mikilli snjókomu í mjög hvassri NA- og síðan N-átt á svæðinu. Búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is