Virkja gufukatla á Landspítalanum

Heitavatnslaust er vestan Snorrabrautar sökum bilunar í aðalæð hitaveitunnar í …
Heitavatnslaust er vestan Snorrabrautar sökum bilunar í aðalæð hitaveitunnar í Reykjavík. Bilunin hefur áhrif á Landspítalann á Hringbraut og hafa sérstakir gufukatlar verið virkjarðir til að viðhalda hita í byggingum spítalans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörun hefur verið gefið út á Landspítalanum við Hringbraut og á Landakoti vegna alvarlegrar bilunar í einni af aðalæðum hitaveitunnar í Reykjavík. Viðgerð stendur yfir og heitavatnslaust er vestan Snorrabrautar og verður þar til viðgerð lýkur. 

Bilunin hefur þau áhrif að þrýstingsfall gæti orðið í Landspítalaþorpinu við Hringbraut. Tæknimenn spítalans eru núna að undirbúa gangsetningu gufukatla, en sérstakir hitunarkatlar eru á spítalanum sem eru hugsaðir til notkunar í tilfellum sem þessum. Veitur tryggja neyðarbirgðir af heitu vatni.

„Þetta snýst ekki um neysluvatn heldur snýst þetta um hitunarvatnið. Við erum að undirbúa gangsetningu gufukatla til að viðhalda hita eftir bestu getu en á meðan viðgerð stendur verður unnið að því að halda lágmarkshita á húsum lóðarinnar,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við mbl.is. 

Hér má sjá á hvaða svæði er heitavatnslaust.
Hér má sjá á hvaða svæði er heitavatnslaust. Ljósmynd/Veitur

Ekki er búist við því að heitavatnsleysið hafi árhrif á álag á spítalanum. „Það eru 28 sem bíða eftir innlög á deildir og staðan er víða tæp eins og oft er á þessum þungu hátíðum hjá okkur. En við erum í þokkalegum málum.“




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert