Bílar fastir og ekkert ferðaveður

Veðrið er ekkert sérstakt á Suðureyri, frekar en annars staðar …
Veðrið er ekkert sérstakt á Suðureyri, frekar en annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkrir bílar sátu fastir í Súgandafirðinum í morgun en vegurinn er ófær. Ljósmynd/Ingólfur Þorleifsson

Björgunarsveitir á Vestfjörðum hafa aðstoðað nokkra ökumenn í morgun sem hafa fest bíla sína í óveðrinu sem gengur yfir landið. Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði er ekkert ferðaveður á Vestfjörðum þessa stundina.

Björgunarsveitir hafa aðstoðað ökumenn sem hafa fest sig á norðanverðum Vestfjörðum. Varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði segir að eins og staðan er núna sé engin hætta á ferðum.

Fólk er hvatt til þess að vera ekki á ferðinni þegar veðrið er svona. Skyggni er víða nánast ekkert og ökumenn hafa farið út af vegna þess, samkvæmt varðstjóra.

Spár gera ráð fyrir því að veður gangi niður á Vestfjörðum síðdegis í dag og þá metur Vegagerðin stöðu vega. Síðan á aftur að bæta í vind og úrkomu í kvöld og nótt.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka