Nokkrar ferðir vestur með þyrlunni

TF-GRÓ.
TF-GRÓ.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stefnir á að komast nokkrar ferðir með hjálparlið til Flateyrar síðdegis í dag. Ef veðuraðstæður leyfa verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, beint til Flateyrar.

Að sögn Hjálmars Björgvinssonar hjá almannavörnum er um að ræða fólk frá björgunarsveitum og Rauða krossinum. Einhverjir munu skipta við þá sem þegar hafa verið að störfum fyrir vestan vegna snjóflóðanna.

Um tólf manns munu fara í hverja ferð en Hjálmar segir óljóst hversu stóran hóp á að senda vestur.

Mun betra veðri er spáð á morgun og þá ætti að vera auðveldara að flytja fólk á milli staða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert