Íbúafundur í kjölfar snjóflóðanna

Töluvert eignatjón varð á Flateyri í snjóflóðunum á þriðjudagskvöld.
Töluvert eignatjón varð á Flateyri í snjóflóðunum á þriðjudagskvöld. mbl.is/Hallur Már

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafa boðað til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri á mánudagskvöldið.

Íbúafundurinn á Flateyri verður haldinn á mánudag klukkan 17:00 í Félagsbæ og íbúafundurinn á Suðureyri verður klukkan 20:00 á mánudagskvöldið í félagsheimilinu í bænum.

Fram kemur á vef Ísafjarðarbæjar að Rögnvaldur Ólafsson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra verður fundarstjóri.

Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands og sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fara yfir málin auk þess sem áfallahjálp verður skipulögð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert