Þæfingur á Vatnsskarði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en margar leiðir greiðfærar sunnanlands. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði en vetrarfærð á flestum öðrum leiðum á Norðurlandi.

Flughált er uppi á Biskupshálsi en annars víðast hvar vetrarfæri og greiðfært á köflum á Norðausturlandi. Á Austurlandi er flughált á Upphéraðsvegi að norðanverðu, í Skriðdal og á þjóðvegi 1 í Jökuldal. Helstu leiðir greiðfærar að mestu en hálka víðast hvar á útvegum, samkvæmt Vegagerðinni á Twitter.

mbl.is