Hélt að hann væri í Reykjavík

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Akureyri handtók mann í annarlegu ástandi inni á heimili á Akureyri rétt fyrir klukkan 5 í morgun. Maðurinn var afar illa áttaður og hélt að hann væri í Reykjavík.

Húsráðendur urðu varir við manninn inni á heimili sínu og könnuðust ekkert við hann og höfðu samband við lögreglu. Maðurinn gistir fangageymslur lögreglunnar.

mbl.is