Ekki litið á Bláfjallaveg sem flóttaleið

Leiðinni sem merkt er með rauðu á kortinu verður lokað …
Leiðinni sem merkt er með rauðu á kortinu verður lokað á morgun. Kort/Vegagerðin

Ekki hefur verið horft til Bláfjallavegar sem hugsanlegrar flóttaleiðar frá Reykjanesskaga og þurfa íbúar á Suðurnesjum því ekki að hafa áhyggjur af lokun hans. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, lög­reglu­full­trúi hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, í sam­tali við mbl.is. 

Vegagerðin tilkynnti í dag að Bláfjallavegi frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda yrði lokað varanlega á morgun klukkan 15 vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Að sögn Rögnvalds er það Krýsuvíkurvegur sem gegnir hlutverki flóttaleiðar á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert