Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumann í vanda

Lögreglan á Norðurlandi eystra biður ferðalanga um að skoða vel …
Lögreglan á Norðurlandi eystra biður ferðalanga um að skoða vel færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar áður en haldið er af stað þar sem gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út skömmu eftir miðnætti eftir að ökumaður óskaði aðstoðar en hann festi bifreið sína á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Norðanhríð er á svæðinu,  mikill vindur og snjókoma.

Lögreglan á Norðurlandi eystra biður ferðalanga um að skoða vel færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar áður en haldið er af stað þar sem gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. mbl.is