Fylgstu með ofsaveðrinu fara yfir

Skjáskot af Windy

Rauð viðvörun er í gildi á hluta landsins og appelsínugul viðvörun annars staðar á landinu. Hér er hægt að fylgjast með ofsaveðrinu fara yfir landið.

Veðurspáin fyrir daginn í dag: Austanrok eða -ofsaveður (23-30 m/s), en fárviðri (yfir 32 m/s) í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.
Snýst í sunnanhvassviðri sunnan til landinu síðdegis með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert.
Lægir talsvert á landinu í kvöld og dregur úr úrkomu.

Advania hefur komið upp vefmyndavél í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún 10 og streymir beint frá austurglugga hússins meðan á sprengilægðinni stendur. Hægt er að fylgjast með veðrinu við Sæbraut hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert