Feðgar fluttir með þyrlunni

Frá slysstaðnum fyrir norðan.
Frá slysstaðnum fyrir norðan. Ljósmynd/Aðsend

Lítið er vitað um líðan þeirra sem lentu í harkalegum árekstri við Stóru-Giljá skammt frá Blönduósi síðdegis í dag. Feðgar voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk farþega í hinum bílnum. Bílarnir skullu saman þegar þeir óku á móti hvor öðrum. Þetta staðfestir lögreglan á Blönduósi við mbl.is.

Sex manns voru farþegar í bílunum. Allt Íslendingar. Þyrlan lenti klukkan 17:43 við Landspítalann í kvöld með hina slösuðu.  

Á slysstað var krapi á miðju veg­ar og í veg­kanti og hálka.

mbl.is