Leynihellir fær aukna vernd

Hellirinn Jörundur. „Hvergi annars staðar á Íslandi getur að líta …
Hellirinn Jörundur. „Hvergi annars staðar á Íslandi getur að líta annað eins samspil lita nema þá helst í sýningarsölum listasafna á hátíðisdögum.“

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og forsætisráðuneytisins og fulltrúi Bláskógabyggðar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Jörund. Náttúruvætti eru friðlýstar náttúrumyndanir samkvæmt íslenskum lögum.

Jörundur er hraunhellir í Lambahrauni við Hlöðufell og þykir einstakur á heimsvísu. Hann var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1985 af Ragnhildi Helgadóttur þáverandi menntamálaráðherra og dropsteinar í hellinum voru friðlýstir 1974 af Magnúsi Torfa Ólafssyni, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Staðsetningu Jörundar er haldið leyndri til að vernda náttúruminjar sem þar er að finna. Op hellisins er hulið grjóti sem falið er undir foksandi. Rétt innan við opið er þrenging þar sem búið er að koma fyrir læstu hliði. Hellirinn hefur meira og minna verið lokaður síðan 1984. Síðast var farið inn í hann kringum 2010, þegar lásar á lokuninni voru endurnýjaðir. Óheimilt er að fara í hellinn án sérstaks leyfis Umhverfisstofnunar, sem getur gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir umferð í leyfisleysi.

Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert