Atburðarásin hefur komið á óvart

„Við áttum von á því að þetta dreifðist yfir lengri tíma en það hefur gert. En það minnir okkur kannski á hversu smitandi þessi veira er,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, um atburðarás undanfarins sólarhrings þar sem átta ný tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst.

Spurningunni svaraði hann á blaðamannfundi í dag þar sem farið var yfir stöðuna.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma hjá Landspítalanum, segir að yfirvöldum sé nokkur vandi á höndum í upplýsingagjöf varðandi faraldurinn. Ekki megi tala veiruna niður þrátt fyrir að hún sem slík sé ekki svo ógnvænleg. Hann bendir á að t.a.m. sé mjög vel fylgst með því hvert starfsmenn spítalans hafi ferðast að undanförnu þar sem dæmi séu um óheftan faraldur á spítölum. Dæmi séu um það t.d. í Noregi. Slíkt væri afar óheppilegt hér á landi þar sem einungis eitt sjúkrahús komi til með að sinna þeim sem veikjast af kórónaveirunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir