Lokaáfangi við endurgerð skólalóðar

Vesturbæjarskóli. Áhugasöm börn að leik á skólalóðinni á góðviðrisdegi.
Vesturbæjarskóli. Áhugasöm börn að leik á skólalóðinni á góðviðrisdegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við lokaáfanga vegna endurgerðar og stækkunar lóðar við Vesturbæjarskóla. Kostnaðaráætlun er 90 milljónir króna og framkvæmdir eru áætlaðar í sumar.

Fram kemur í greinargerð að lóðin verði stækkuð í samræmi við samþykkt deiliskipulag og komið fyrir nýrri gönguleið milli Hringbrautar og Ásvallagötu. Gerðir verða nýir boltavellir/leiksvæði á gervigrasi, ný hvíldar- og útikennslusvæði ásamt pókó- og trampolíngörðum. Þá verður komið fyrir setbekkjum, leikpöllum og nýjum gróðurbeðum.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð Vesturbæjarskóla undanfarin misseri, Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu skólans var tekin í ágúst 2015 og viðbyggingin var fullbúin í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert